Í dag búa hjónakornin Meghan Markle og Harry Bretaprins búa nú sem stendur í Nottingham Cottage sem er hús á jörðu Kensingtonhallar en þau vilja fara í eitthvað stærra um leið og fjölskyldan stækkar.
[auglysing ad=“g-1″]Einnig vilja þau lifa sínu lífi upp á eigin spýtur og vera ekki of nærri William og Kate: „Harry og Meghan vilja flytja og þurfa meira pláss fyrir sig. Þau vilja ekki búa í næsta húsi við Will og Kate,“ segir innanbúðarmaður hallarinnar í viðtali við The Express. Samband Harry og William hefur breyst síðan þeir kvæntust báðir. Eftir að Díana prinsessa lést deildu Harry og William heimili hennar í Nottingham Cottage og svo flutti Harry þangað með Meghan.
[auglysing ad=“g-2″]Húsið hefur þó aðeins tvö svefnherbergi og tvö móttökuherbergi og baðherbergi þannig það er ekki nægilega stórt fyrir þau þegar barnið fæðist.
[auglysing ad=“g-3″]„Bræðurnir hafa treyst á hvorn annan síðan móðir þeirra dó. Nú hafa þeir sínar eigin fjölskyldur og treysta ekki eins mikið á hvorn annan eins og áður.“
Hann heldur áfram: „Þau lifa sitthvoru lífinu þannig það er rökrétt að þau búi ekki ofan í hvort öðru. Það er engin ástæða fyrir Meghan og Harry að búa í Kensingtonhöll, það er fullt af öðrum valmöguleikum.“