Quantcast
Channel: Sykur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7792

Ben Affleck þarf að fara í einn eina meðferðina ef hann á að fá að hitta börnin sín

$
0
0

Leikkonan Jennifer Garner hefur skipað sínum fyrrverandi, leikaranum Ben Affleck að fara aftur í áfengismeðferð ef hann ætlar að fá að halda sambandi við börnin sín.

Auglýsing

Jennifer reifst við Ben um síðustu helgi í húsinu hans og „augljóslega líkaði henni ekki hvað hún sá, því hún skipaði Ben í meðferð ef hann ætti að hafa möguleika á að sjá krakkana,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við US Weekly.

Á mánudeginu var Ben farinn aftur í búddistameðferðina sína sem kallast Refuge Recovery í Los Angeles.

Auglýsing

Þetta kemur í kjölfar skilnaðarins sem hefur ekki náð fullnustu. Verður málinu vísað frá ef þau ná ekki að semja um smáatriði sem enn vantar upp á.

Jennifer er nýkomin frá Svíþjóð með krakkana þeirra þrjá, þau Violet, 12, Seraphina, 9, og Samuel, 6.

Auglýsing

„Eftir erfiðan fund með Ben ákvað Jen að láta hann hitta krakkana, en það yrði að vera í hennar húsi undir hennar umsjá,“ heldur hann áfram.

Ben hefur verið í meðferð oft og mörgum sinnum síðan 2001. Hann þakkar búddistameðferðinni fyrir lífgjöfina.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7792